06. mars 2023

Svar forsætisráðherra við spurningum vegna „rafvarnarvopna“

Í svari forsætisráðherra við spurningum umboðsmanns vegna rafvarnarvopna segir m.a. að ríkisstjórn Íslands sé ekki fjölskipað stjórnvald og takmarki það með skýrum hætti valdheimildir forsætisráðherra.  

Í kjölfar svara dómsmálaráðherra við spurningum umboðsmanns var forsætisráðherra spurð út í málið. Í bréfi frá forsætisráðuneytinu er málið reifað og vitnað til svars forsætisráðherra við fyrirspurn alþingismanns um það. Þá er fjallað um störf og tilgang ráðherranefnda og að lokum bent á að til viðbótar við skráðar reglur um þau mál sem bera eigi upp í ríkisstjórn þá mótist að sjálfsögðu venja hjá hverri ríkisstjórn um það nánar tiltekið hvað sé æskilegt að ræða þar og gagnkvæmar væntingar ráðherra í því efni. „Farsælt ríkisstjórnarsamstarf snýst að stórum hluta um að ráðherrar gæti þess að bera upp í ríkisstjórn mikilvæg mál eða mál sem eru þannig vaxin að samráðherrar þurfa að vita af þeim tímanlega og fá tækifæri til að ræða þau á vettvangi ríkisstjórnar. Hingað til hefur ekki verið þörf á sérstöku verklagi umfram það sem lýst hefur verið. Miðað við óbreytta stjórnskipan er einnig vandséð að lengra verði gengið í því efni.“

Framhald málsins er nú til skoðunar hjá umboðsmanni.

 

 

Bréf forsætisráðherra til umboðsmanns

 

Tengdar fréttir

Forsætisráðherra spurð út í reglur um „rafvarnarvopn“

Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn um „rafvarnarvopn“

Dómsmálaráðherra spurður út í „rafvarnarvopn“