18. mars 2019

Óskað eftir nánari upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál fanga

Umboðsmaður hefur nú óskað eftir því að heilbrigðisráðherra geri nánari grein fyrir þeim aðgerðum varðandi heilbrigðismál fanga sem ráðherra vísaði til í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi 4. mars. sl.

Jafnframt verði umboðsmanni afhend afrit af þeim samningum og/eða samningsdrögum sem þar var getið um og eftir atvikum öðrum gögnum sem varpi ljósi á stöðu mála. Enn fremur var óskað eftir upplýsingum um hvort ráðherra teldi aðgerðirnar til þess fallnar að leysa með fullnægjandi hætti úr þeim vanda sem væri til staðar.

Líkt og fram hefur komið í fréttum á heimasíðu umboðsmanns hefur hann haft málefni geðsjúkra fanga til skoðunar um allnokkurt skeið og ítrekað óskað eftir upplýsingum frá ráðuneytum og Fangelsismálastofnun um þau. Fyrirspurnir umboðsmanns um þessi mál eru liður í að fá fram fullnægjandi svör til þess að geta tekið sem allra fyrst afstöðu til þess með hvaða hætti tilteknum þáttum yfirstandandi frumkvæðisathugunar hans á ákveðnum atriðum varðandi aðbúnað og aðstæður fanga verði lokið.

Bréf umboðsmanns til heilbrigðisráðherra

 

Tengdar fréttir

Áfram óskað eftir upplýsingum um geðheilbrigðismál fanga

Brýnt að fá svör um úrbætur í málum geðsjúkra fanga 

Framkvæmd laga tryggir ekki mannréttindi fanga – UA óskar eftir svörum um úrbætur

Drög að skýrslu um fangelsið á Litla-Hrauni

Umboðsmaður tekur við OPCAT-eftirliti