14. janúar 2021

Athugun á stöðu geðheilbrigðisþjónustu og aðstæðum fanga á Litla-Hrauni

Frumkvæðisathugun sem umboðsmaður hóf fyrir nokkrum árum á aðbúnaði og aðstæðum fanga á Litla-Hrauni beindist m.a. að stöðu geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hvort hún væri í samræmi við mannréttindareglur. Hlé var gert á athuguninni meðan beðið var viðbragða stjórnvalda um úrbætur í þeim efnum. 

Nú hafa stjórnvöld heilbrigðismála kynnt tilteknar úrbætur í geðheilbrigðismálum fanga auk þess sem gerðar hafa verið breytingar á lögum um málefni fanga eftir að áðurnefnd frumkvæðisathugun hófst. Í ljósi þessa og þar sem umboðsmaður Alþingis tók á árinu 2018 við svonefndu OPCAT-eftirliti, sem m.a. tekur til fangelsa, hefur umboðsmaður ákveðið að fella frumkvæðismálið niður og að þau atriði sem eftir standa úr athuguninni og hvernig til hefur tekist með úrbætur í geðheilbrigðismálum fanga komi til skoðunar við heimsókn OPCAT-eftirlitsins í fangelsið Litla-Hrauni eftir því sem tilefni er til. Slík heimsókn er fyrirhuguð.

   

Bréf umboðsmanns til dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og Fangelsismálastofnunar

  

Tengdar fréttir

Óskað eftir nánari upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál fanga

Áfram óskað eftir upplýsingum um geðheilbrigðismál fanga

Brýnt að fá svör um úrbætur í málum geðsjúkra fanga 

Framkvæmd laga tryggir ekki mannréttindi fanga – UA óskar eftir svörum um úrbætur

Drög að skýrslu um fangelsið á Litla-Hrauni

Umboðsmaður tekur við OPCAT-eftirliti